- Sendu póst með hugmyndum og greinum -

Fréttir frá árinu 2000.  -  Fréttir frá árinu 2001Fréttir frá árinu 2002 -   30 ára afmælisblað 2000

Aðalfundur haldinn á Loftleiðum 4. desember
Aðalfundur Flugmódelfélagins Þyts var haldinn á Hótel Flugleiðum fimmtudaginn 4. desember. Fundarstjóri var Stefán Sæmundsson og ritari Erling. Pétur Hjálmarsson ræddi um öflugt starf félagsins á árinu og öryggismál. Einnig nefndi hann þær mörgu keppnir sem haldnar hefðu verið á árinu, skemmtilega uppákomu og kynningu í Smáralind og FLUGdaginn sem haldinn var á Reykjavíkurflugvelli. Hann sagði heimsókn Steve Holland og Richard Rawle hingað í sumar vera tímamót hjá félaginu og sýndi að hægt væri að láta drauma rætast. Eftir ferðina skrifaði Sharon kona Steve skemmtilega grein í Model World um þessa heimsókn þeirra hingað. Hann sagði Richard Rawle hafa haft samband við aðila innan félagsins og lýst áhuga á að koma aftur hingað til lands á næsta ári. Pétur gerði einnig að umtalsefni félagsskapinn og félagsþroska innan félagsins. Markmiðið væri að njóta skemmtilegra samverustunda og menn ættu alltaf að hafa það að leiðarljósi. Hann sagði að bæjarstjóra Hafnarfjarðar og bæjarstjórn hefði verið tvisvar boðið að koma á Hamranes í sumar og einnig hefði hann komið tveimur greinargerðum um starfsemi félagsins til bæjarstjóra. Hann sagði vegna fyrri bréfa og þessara greinargerða að bæjarstjórn hlyti að vera ljóst hvert ástandið væri varðandi þá hættu sem stafaði af fólki á íþróttasvæði í næsta nágrenni. Á næsta ári væri stefnt að því að leggja línur varðandi lausn á þessu máli. Hann sagði að flugstöðvarhúsið hefði verið tekið í gegn og lakkað að innan og fúavarið að utan.

Jón Erlendsson gjaldkeri fór yfir reikninga þar sem fram kom að 136.326,- króna hagnaður hefði verið að félaginu eftir daglegan rekstur. Kom fram að peningaleg eign er að eflast með hverju árinu sem væri gott þar sem framundan á næstu árum væru hugsanlega framkvæmdir við nýtt félagssvæði. Heildartekjur félagsins voru krónur 890.645,- og yfir 300.000,- krónur söfnuðust vegna komu Steve Holland og Richard Rawle hingað til lands og stóð það nánast undir kostnaði af þessu verkefni. Í umræðu kom fram að eftir væri að gjaldfæra kostnað vegna Flugmálafélags Íslands, en það væri eins og hefði verið gert undanfarin ár. Pétur Hjálmarsson bað fundarmenn að klappa fyrir framtaki Erlings stjórnarmanns sem á eigin spýtur safnaði styrkjum til félagsins að upphæð krónur 40.000,-.

Guðmundur G. Kristinsson formaður mótanefndar og ritnefndar sagði afhendingu viðurkenninga vegna móta á vegum félagsins hafa verið á síðasta fundi og nánari upplýsingar um úrslit móta væri að finna á fréttasíðu félagsins. Fella þurfti niður tvö mót (Piper Cub og Pilon Race) vegna þess hve mikið var í gangi sumarið 2003. Hann sagði mikið efni vera til staðar á heimasíðu félagsins, en verið væri að setja þetta efni undir einfaldara og aðgengilegra umhverfi á nýrri heimasíðu. Þar væri stefnt að því að hafa sér svæði með fróðleiksefni fyrir svifflug, listflug og þyrluflug, annað fyrir kennsluefni, þriðja fyrir öryggismál og fleira.

Böðvar Guðmundsson hætti í stjórn og var honum klappað lof fyrir fyrir áralanga stjórnarsetu, en hann er líklega með lengstan starfstíma sem stjórnarmaður í félaginu og í hans stað kom Georg Georgsson. Guðbjartur tók við ritaembættinu af Erling sem þá verður meðstjórnarmaður. Ekki tókst að fá gjaldkera í stað Jóns Erlendssonar sem hefur gengt því starfi í fjögur ár. Samþykkt var að hann gengdi starfinu áfram til bráðabyrgða, en stjórn væri falið að finna annan í hans stað á næstunni. Nefndir eru eins skipaðar að öðru leiti en því að tveir nýir (Benedikt og Haraldur) koma inn í ritnefnd.

Undir önnur mál lagði Guðmundur G. Kristisson fram tillögu um að skipa þrjá aðila í flugöryggisnefnd (sjá með því að smella hér).Eftir nokkrar umræður var hún samþykkt án mótatkvæða.

Í lok fundarins var sýnd einstaklega skemmtileg kvikmynd sem Stefán Sæmundsson hafðu gert með myndbrotum úr starfi sumarsins. Þetta var frábær endir á góðum aðalfundi og gaman að rifja upp skemmtilega viðburði sumarsins með þessum hætti.

Pétur Hjálmarsson þakkaði Böðvari Guðmundssyni fyrir stjórnarsetu, bauð Georg Georgsson velkominn til starfa og sleit síðan fundi.

 

Kæra Flugáhugafólk
Eins og þið kannski vitið þá er næsta tbl tímaritsins Flugið væntanlegt,kemur út í byrjun Des.  Eins og áður þá bjóðum við fólki að vera með FRÍA
smáuglýsingar í blaðinu. Vinsamlega sendið texta og mynd á flugid@flugid.is í síðasta lagi þriðjudaginn 2.des!!! Svo kíkið þið að sjálfsögðu á www.flugid.is og skráið ykkur fyrir eintaki.

Kveðja, Guðmundur, Flugið - Tímarit um flugmál www.flugid.is flugid@flugid.is

Aðalfundur Flugmódelfélagsins Þyts verður haldinn á "Hótel Loftleiðum" fimmtudaginn 4. desember kl 20:00 (Gjaldkera vantar!!!)
Aðalfundur félagsins verður haldinn í Þingsal 8, Flugleiðahótelinu Reykjavíkurflugvelli (Hótel Loftleiðum) fimmtudaginn 4. desember 2003 kl. 20:00. Dagskrá fundarins er  samkvæmt lögum félagsins og fundarstjóri verður Stefán Sæmundsson. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti í fundarhléi. Þessi fundur er boðaður í annað sinn samkvæmt lögum félagsins, þar sem ekki var nægileg mæting á fyrsta boðaða aðalfund félagsins. M.a. verður kosið um nýjan gjaldkera og óskað er eftir að áhugasamir aðilar um embættið hafi samband við Pétur Hjálmarsson formann félagsins í síma 8971007.

Aðalfundurinn breyttist í félagsfund og verðlaunaafhendingar
Auglýstur aðalfundur 6. nóvember var aldrei settur þar sem í ljós kom að hann var ólöglegur samkvæmt lögum um mætingu skuldlausra félaga sem þarf að vera 35%. Það vantaði ekki nema einn aðila og þegar búið var að ná fjöldanum var það orðið of seint til að geta klárað fundinn. Pétur Hjálmarsson formaður félagsins fór aðeins yfir öryggismál í ljósi þeirrar umræðu sem orðið hafði á póstlistanum eftir flugsýningu félagsins á Reykjavíkurflugvelli og lýsti því svo  yfir að fundurinn væri almennur félagsfundur og ákveðið var að afhenda verðlaun fyrir mót á vegum félagsins sumarið 2003. Fyrst voru afhent verðlaun fyrir Kríumótið sem haldið var á Höskuldarvöllum 17. maí 2003. Í fyrsta sæti þar varð Böðvar Guðmundsson með 7.282 stig, í öðru sæti varð Guðjón Halldórsson með 6.097 stig og í þriðja sæti Frímann Frímannsson með 5.302 stig. Þá voru afhent verðlaun fyrir Íslandsmótið í hástarti sem haldið var í Gunnarholti 28. júní 2003 og þar varð í fyrsta sæti Rafn Thorarensen, í öðru sæti Stefán Sæmundsson og í þriðja sæti Böðvar Guðmundsson. Þá var komið að hangmóti sem haldið var í Kömbunum 6. september 2003. Þar varð Böðvar Guðmundsson í fyrsta sæti með 7.888 stig, Rafn Thorarensen í öðru sæti með 7.740 stig og Stefán Sæmundsson í þriðja sæti með 7.184 stig. Listflugsmót Módelflugsýnar voru þrjú á sumrinu og öll á Hamranesi. Sameiginleg stigagjöf úr öllum þessum þremur mótum var lögð til grundvallar til verðlauna sem Listflugsmeistari Módelflugsýnar og Þyts 2003. Listflugsmeistari með 31.050 stig og fyrsti handhafi á nýjum farandbikar félagsins varð G. Birgir Ívarsson, í öðru sæti varð Stefán Sæmundsson með 28.123 og í þriðja sæti Guðni Sigurðsson með 25.481 stig. Að lokum voru veitt verðlaun fyrir lendingarkeppni sem haldin var á Hamranesi og þar varð Böðvar Guðmundsson í fyrsta sæti með 9800 stig, Pétur Hjálmarsson í öðru sæti með 9100 stig og Guðni Sigurðsson í þriðja sæti. Eftir verðlaunaafhendinguna kom fram að Pilonrace mót og Piper Cup mót hefðu verið fellt niður vegna þess hversu umfangsmikil dagskrá hefði verið í gangi hjá félaginu sumarið 2003. Að þessu loknu sleit Pétur Hjálmarsson formaður þessum óvenjulega fundi og sagði að aðalfundur yrði boðaður aftur síðar.

Lendingarkeppni        Listflugskeppni        Kríumót

Íslandsmót hástart     Hangmót

Aðalfundur Þyts í Garðaskóla fimmtudaginn 6. nóvember kl. 20:00
Dagskrá aðalfundar er samkvæmt lögum félagsins, en einnig verða verðlaunaafhendingar tengdar keppnum ársins á dagskrá. Félagsmenn ættu að fjölmenna og taka þátt í stjórnarkjöri og kosningum í nefndir komandi starfsárs. Undir önnur mál er heimilt að taka upp umræðu um almenn mál s.s. öryggismálin sem hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu.

Þytsfélagar !
Dagskráin er komin út og er hér að neðan. Eins og sjá má þá eru öll SÝNINGARATRIÐIN eftir kl. 13.30. Þessi tilhögun gefur okkur betri tíma til að komast inn um bakdyrnar og að okkar svæði eftir kl.10.00 og jafnvel til kl.12.00. Ekki treysta á síðust mínúturnar. Vinsamlegast hafið samband við mig EF þið þurfið að nota tímann eftir kl.10:00, því þá þarf að fá slökkviliðið á staðnum til að fylgja ykkur í gegn um sýningarsvæðið.

Kveðja Pétur Hjálmarsson formaður

TÍMAÁÆTLUN FYRIR FLUGDAG 18.10.2003
10:00 Hópflug einkaflugmanna:
10:00-13:00 Kynnisflug Flugskóli Íslands. Rútuferðir um flugvallarsvæðið á 20 mín fresti
11:00 Pittsar yfir borginni: Ábyrgðarm: Sigurður Ásgeirsson GSM: 892-4300
12:15:00-12:45:00 Hópflug fisflugvélar Ábyrgðarm: Árni Gunnarsson GSM. 861-6161
13:30 RÆÐUR: Ræður: Borgstjóri + Arngrímur. Slökkvilið Reykjavíkurflugvallar-opnaratriði
13:40 Flugtak: TF-FKR með fallhlífastökkvara:
13:50-14:00 Fallhlífastökk: Ábyrgðarm: Pétur Steinn Pétursson GSM 664-4337
14:10 Yfirflug: B 737, Iceland Express: Ábyrgðarm. Ólafur Hauksson GSM 840-0327
14:10 Snjóruðningstæki RW 01/19 Ábyrgðarm:Starfsmenn flugmálastjórnar:
14:15 Flugtak: listflugvélar TF-BCX & TF-CCB
14:35 Lending: Listflugvélar TF-BCX & TF-CCB Ábyrgðarm: Sigurður Ásgeirsson GSM: 892-4300
14:35 Flugtak: Svifflugur: TF-TUG & TF-TOG: Ábyrgðarm: Skúli Sigurðsson GSM: 820-9511
14:35 Flugtak: Svifdrekar RW 19:
14:50 Lending: Svifdrekar RW 19: Ábyrgðarm: Árni Gunnarsson GSM. 861-6161
14:50 Svifflugur sleppa dráttarvélum:
15:00 Lending: Svifflugur:
15:00 Lisflug-Flugtak: TF-CCB
15:10 Lending: TF-CCB Ábyrgðarm: Magnús Nordal GSM (566-8851)
15:15-15:30 Sýning: Flugmódelmenn: Ábyrgðarm: Pétur Hjálmarsson GSM.897-1007
15:30-15:40 Listflug Arngríms Ábyrgðarm: Arngrímur Jóhannsson GSM 895-7704
15:40 Flugtak: CUB Bakkabræðra:
15:55 Lending: CUB Bakkabræðra: Ábyrgðarm: Ottó Tynes GSM 893-8198
15:30 Flugtak TF-FMS Ábyrgðarm:
16:00 Flugtak: og hópflug Flugskóla Íslands og Geirfugls:
16:20 Lending: flugvéla úr hópfluginu: Ábyrgðarm: Geirfugl Guðmundur GSM 892-6739
            Ábyrgðarm: Flugskóli Íslands Björn Ásbjörnsson GSM 895-6555
16:20 Flugtak: Ernir/Íslandsflug:
16:30 Lending: Ernir/Íslandsflug: Ábyrgðarm: Hörður Guðmundsson GSM 892-8050
16:35 Yfirflug : Íslandsflug-þarf að færa til Ábyrðarm: Bryndís
16:40 Flugtak: Þyrlur:--Þyrluþjónustan og heimasmíði
17:00 Lending: Þyrlur: Ábyrgðarm: Sigurður Ásgeirsson GSM: 892-4300
17:00 Flugtak: TF-FKR, Fallhlífastökk:
17:00 Flugtak: TF-LDS+ Dornier 228 (Dagfinnur Stefánsson)
17:10 Lending: TF-LDS+ Dornier 228 (Dagfinnur Stefánsson)
17:10 Lending: Fallhlífamenn:
17:15-17:30 Landhelgisgæslan: Ábyrgðarm: Sigurður Ásgeirsson GSM: 892-4300
17:30 Slökkvilið Reykjavíkurflugvallar: Ábyrgðarm: Jörgen GSM

* Tíðni á fyrir Rampstarfsmenn 126.1

Nánari upplýsingar: Steinar Viktorsson GSM 820-8790 og Örn Johnson GSM 897-9815

Enn og aftur upplýsingar til ykkar varðandi FlugdagINN 2003.
Þeir sem starfa allan daginn í tengslum við sýninguna fá matarsnarl og kaffitár frítt á vegum Flugmálafélagsins. Mér er uppálagt að stýra ykkur að matar og kaffiborðum Flugmálafélagsins. Ég fæ betri upplýsingar um staðsetningu þess á laugardagsmorguninn. Þeir sem eru með það mörg módel að þurfa sendibíl , vinsamlegast hafið samband símleiðis við mig. Ég greiði hann fyrir ykkur og fæ síðan endurgreitt hjá Flugmálafélaginu. Allir bílaeigendur sem vilja hafa bíl sinn inni á flugvallarsvæðinu, verða að hafa samband við mig fyrir kl. 16:00 föstudaginn 17/10 svo ég geti fengið leyfi.

Kveðja Pétur Hjálmarsson formaður

FlugdagurINN hjá Flugmálafélagi Íslands verður næsta laugardag
Laugardaginn 18. október (næsta laugardag) kl 10.00 til 18.00 verður haldin flugsýning á vegum Flugmálafélags Íslands. Flugmódelfélagið Þytur er aðili að Flugmálafélaginu og skorast því ekki undan að taka þátt í þessari uppákomu. Veðurspá laugardagsins er góð og okkur hagstæð. Vont veður eða óhagstæð vindátt gæti sett strik í reikninginn. Öll flugmódel eru velkomin á sýningarsvæðið, jafnt flughæf sem óflughæf, bara að þau séu í sýningarhæfu standi. Við fáum að fljúga eins og við viljum á þessu svæði allan daginn svo framarlega sem við erum innan þess svæðis sem ég segi ykkur frá á staðnum. Guðmundur Birgir Ívarsson, Carl Hamilton og Jón Erlendsson verða í sýningar atriði sem verður á suður - norður brautinni tvisvar yfir daginn. Kennsluvélar eru velkomnar eins og öll önnur módel. Sendagæsla verður í öruggum höndum. Aðstoðamenn óskast. Flugöryggisgæsla verður að vera í höndum okkar sjálfra. Ég hef fengið tilsögn í hvar okkur er leyfilegt að fljúga og segi ég flugmönnum frá því á staðnum á laugardaginn. Mæting er fyrir kl. 9:00 fyrir þá sem ætla með bíla inn á svæðið og ekki er hægt að aka þeim af svæðinu fyrr en eftir kl.18.30 til 19:00. Takmarkað magn bíla. Meiri upplýsingar koma kannski síðar. Kveðja, Pétur Hjálmarsson formaður Þyts S: 897-1007

 Smellið á myndina til að fá stærri (teikning af sýningarsvæði Þyts)

Fróðleg umfjöllun og þakkir frá Bretlandi á fyrsta félagsfundi vetrarins
Pétur Hjálmarsson var á fyrsta félagsfundi vetrarins með fróðlegt erindi um notkun mótora miðað við stærð módela. Einnig sýndi hann mismunandi gerðir uppdraganlegs hjólabúnaðar fyrir módel og "scale" flugmann í 1/6 stærð sem var ótrúlega nákvæmlega gerður. Mikið var fjallað um framlag einstakra aðila í félaginu í tengslum við komu Steve og Richard hingað í sumar og sérstaklega nefndir Stefán Sæmundsson og Skjöldur Sigurðsson. Allir voru sammála um að þessi heimsókn setti sterkan stimpil á félagið hjá almenningi og á eftir að skila nýjum og áhugasömum félögum á næstu árum. Pétur Hjálmarsson formaður félagsins tók á fundinum á móti gjöf frá þessum góðu vinum okkar í Bretlandi og einnig höfðu þau sent fallega mynd með eiginhandaráritun. Það kom einnig fram að umfjöllun um heimsókina mun birtast í breskum módelblöðum og þá líklega í desember.

Fyrsti félagsfundur vetrarins verður í Garðaskóla fimmtudaginn 2. október kl. 20:00
Vetrarstarfið er að fara af stað og fyrsti félagsfundur vetrarins verður í Garðaskóla í Garðabæ fimmtudaginn 2. október kl. 20:00. Á dagskrá er kynning á vali á mótorum fyrir mismunandi stærð af módelum og mun Pétur Hjálmarsson standa fyrir kynningunni. Félögum er velkomið að koma með módel á fundinn.

Guðmundur B. Ívarsson er listflugsmeistari Módelfluglistar 2003
Eftir að búið er að telja saman stigin úr öllum þremur listflugsmótum Módelfluglistar 2003 er Guðmundur B. Ívarsson með flest stig eða samtals 31050. Í öðru sæti varð Stefán Sæmundsson með 28123 og í því þriðja Guðni Sigurðsson með 25481 stig. Guðmundur B. Ívarsson er því listflugsmeistari Módelfluglistar árið 2003. Verðlaun verða afhent á aðalfundi Flugmódelfélagsins Þyts í vetur. Þetta er fyrsta árið sem listflugsklúbburinn Módelfluglist stendur fyrir mótaröð í listflugi og stefnt er að því að þetta verði árlegur viðburður í framtíðinni. Ekki er búin að ákveða listflugskerfin fyrir 2004 og þau verða birt fyrir næstu áramót. Einnig er verið er að ræða að bæta við frjálsum æfingum inn í mótaröð næsta árs. Skoða á möguleika á að halda aftur bóklegt námskeið eins og var á þessu ári og setja upp æfingardaga í listflugi á Hamranesi með þjálfurum næsta vor. 

Þriðja og síðasta listflugsmót sumarsins haldið að Hamranesi sunnudaginn 7. september
Þriðja og síðasta umferð í listflugsmótaröð klúbbsins Módelfluglistar var haldin að Hamranesi sunnudaginn 7. september kl. 10:00. Keppendur voru fjórir, Stefán Sæmundsson, Guðmundur B. Ívarsson, Guðni Sigurðsson og Þorsteinn Hraundal. Dómarar voru Skjöldur Sigurðsson, Pétur Hjálmarsson og Guðmundur G. Kristinsson. Til gamans má geta þess að einn keppandinn Þorsteinn Hraundal hafði ekki flogið í 15 ár og kom nánast beint inn í keppnina eftir þetta langa hlé. Úrslit urðu þau að Guðmundur B. Ívarsson varð í fyrsta sæti með 12412 stig, Stefán Sæmundsson í öðru sæti með 9215 stig, Guðni Sigurðsson í því þriðja með 8785 og fjórði var síðan Þorsteinn Hraundal með 6790 stig.

1. umferð

2. umferð

3. umferð

Úrslit

Stefán Sæmundsson 

 

4493

4722

9215

Þorsteinn Hraundal

3914

2876

6790

Guðmundur B. Ívarsson

6156

6256

12412

Guðni Sigurjónsson

4618

4167

8785

Listflugsmóti sem átti að vera 24. ágúst frestað til sunnudagsins 7. september
Af óviðráðanlegum ástæðum var að fresta lokalistflugsmóti sem átti að vera sunnudaginn 24. ágúst á Hamranesi. Mótið verður haldið á Hamranesi sunnudaginn 7. september kl. 10:00. Þetta er lokamót sumarsins í listflugi, en búið er að halda tvö kvöldmót fyrr í sumar. Varðandi frekari upplýsingar, hafið samband við Guðmund í síma 8931701.

Stórkostlegur dagur með Steve og Richard í Mosfellsbæ
Sunnudaginn 17. ágúst söfnuðust flugmódelmenn saman í Mosfellsbæ til að eiga lokadag með Steve Holland og Richard Rawle. Veðrið var stórkostlegt og ótrúlegur fjöldi flugmódela kom á staðinn. Steve flaug reglulega allan daginn og fjöldi fólks fylgdist með þessum stórkostlega flugmanni sýna einhvert faglegasta og fullkomnasta módelflug sem sést hefur hér á landi. Á sama tíma var Richard að vinna að því með Skyldi Sigurðssyni að gera Douglas og Mustang klára fyrir fyrsta flug. Mikil vinna var lögð í að fara yfir þessar vélar, en þarna er líka um að ræða stórkostleg flugmódel sem líklega eiga fáa sína líka hér á landi. Báðar vélarnar fóru þarna í sitt fyrsta flug og að sjálfsögðu var það Steve Holland sem flaug. Módelmenn úr Þyti voru stöðugt í loftinu og mátti sjá þar marga fallega vélina s.s. Catalinuna hans Sturlu, Rauða Baróninn hans Böðvars, Edgeinn hans Bigga, þotan hans Kalla og margar fleiri. Þess á milli komu og fóru af vellinum flugvélar í fullri stærð.

Ágúst og Karl Hamilton gerðu smá tilraun og var GPS tæki komið fyrir í þotunni og var það núllstillt. Síðan var þotunni flogið í nokkra stund, án þess þó að steypa því til að ná meiri hraða. Túrbínan snýst um 120.000 RPM (snúninga á mínútu). Knýrinn er um 110 newton, eða um 11 kg. Í þotunni er lítil tölva sem sér um að stjórna túrbínunni. Það ér ótrúlegt að sjá þotuna bruna eftir brautinni og fara síðan á ógnarhraða nánast lóðrétt upp. Hljóðið er nákvæmlega eins og í þotu í fullri stærð, etv. ekki alveg eins mikill hávaði, en hvinurinn eins. Hámarkshraðinn mældist 304 km/klst og flogin vegalengd 10,85 km. Í hvaða mælikvarða er þotan? Segjum að þotan sé í mælikvarðanum 1:5. Okkur hefur þá virst hún fljúga á 5 x 304 =1.500 km hraða ! Ef hún er í mælikvarða 1:7, þá er "sýndarhraðinn" um 2.100 km/klst !!! Það þarf mikla leikni og einbeitingu til að fljúga svona grip utanfrá, án allra mælitækja . Þeir prófuðu líka Katalínuna sem Sturla smíðaði á sama hátt og hámarkshraði þar reyndist vera 103 km/klst. Þetta er auðvitað "ground speed", þannig að smávægilegur vindur skekkir mælinguna. Vindurinn var þó ekki mikill, etv. um 2 vindstig. Þetta er þó sá hraði sem við sjáum.

Veðrið, módelin, flugið, stemmningin og fólkið sem var á staðnum setti þennan dag á blað sem einn þann skemmtilegasta og ánægjulegasta í módelflugi til margra ára. Það verður að segjast eins og er að heimsókn Steve Holland hingað til lands og að fá Richard Rawle í kaupbæti er eithvert stórkostlegasta framtak sem sem Flugmódelfélagið Þytur hefur staðið fyrir. Það hefur orðið mikil fjölgun á nýjum aðilum innan Þyts á undanförnum árum og uppákoma sem þessi gefur þessum nýju aðilum til kynna hvað þetta sport hefur ótrúlega mikið að bjóða upp á. Fjölmiðlar hafa gert þessu góð skil og er sú kynning ómetanleg fyrir sportið. Ekki má heldur gleyma því að þessir góðu vinir okkar munu vafalaust koma þessari heimsókn á framfæri víða um heim og skapa um leið möguleika á að fleiri aðilar í sportinu fái áhuga á að heimsækja okkur. Það hafa margir lagt hönd á plóginn til að láta þessa heimsókn verða að veruleika og þeim er þakkað fyrir þeirra framlag. Fyrst og fremst má þar nefna Skjöld Sigurðsson sem er búinn að þekkja þessa vini okkar í mörg ár, Stefán Sæmundsson sem útvegaði gistipláss og lánaði þeim bíl og Pétur Hjálmarson ásamt stjórn Þyts.

Blautur flugmódeldagur á Hamranesi sem rættist úr að lokum
Stóri flugmódeldagurinn á Hamranesi laugardaginn 16. ágúst byrjaði með rigningu og roki. Aldrei hafa líklega fleiri verið innandyra í flugstöðinni á Hamranesi, en menn mættu snemma og voru ákveðnir í að bíða veðrið af sér. Um hádegi minnkaði rigningin og vindurinn og þá fór Guðmundur B. Ívarsson í loftið og tók nokkur frábær listflugsatriði. Steve Holland fylgdi í kjölfarið með D.H. Comet og Zlin. Það er óhætt að segja að menn stóðu á öndinni þegar Steve flaug Zlin vélinni með tilþrifum sem aldrei hafa sést á Hamranesi. Tignarlegt flug hjá Richard Rawle með Spitfire fylgdi síðan í kjölfarið og flaug hann tignarlega þessari stríðsflugvél úr seinni heimstyrjöldinni. Það var gaman að fylgjast með þessum snillingum fljúga og hlusta á lýsingar Péturs Hjálmarssonar formanns í kallkerfinu sem setti á tónlist frá síðustu öld sem passaði við tímabil þessara gullmola sem verið var að fljúga.

Stóri flugmódeldagurinn með Steve Holland verður laugardaginn 16. ágúst
Stóri flugmódeldagurinn hjá Þyti verður haldinn á laugardaginn 16-08-2003 milli 10-14 á Hamranesi og verður þetta með svipuðu sniði og fyrir norðan þ.e. Steve Holland og Richard Rawle munu fljúga á heila tímanum og svo er frjálst flug þess á milli. Verið er að gera klár bílastæði upp á hæðinni og gert ráð fyrir einstefnu á Hamransvegi og mun lögreglan sjá um umferðargæslu. Sjúkrabíll verður á staðum til að tryggja öryggi með sem bestum hætti ef eithvað kemur upp á. Við minnum á að ströng sendagæsla verður á staðnum og allir sem ætla að fljúga verða að afhenda sinn sendi við komu á svæðið. Á sunnudeginum 17-08-2003 verður flugkoma Þytsmanna að Tungubökkum í Mosfellsbæ og hefst um 10 og er frjálst flug allan daginn. Sunnudagurinn er meira hugsaður fyrir félagsmenn því ekki geta allir komið eða flogið á laugardeginum. Með þessu er verið að reyna að koma til móts við sem flesta til að sjá þá Steve Holland og Richard Rawle fljúga og að sjálfsögðu eru allir velkomnir að Tungubökkum þó að þar sé ekki auglýst dagskrá.

Þyts-samkoma með Steve Holland.
Loksins fáum við tækifæri til að hitta þennan fræga módel-flugmann og vin hans Richard Rawle kl. 20 annað kvöld (13.ágúst) í skýli nr. 1 á Reykjavíkurflugvelli. ( fyrir aftan Hótel Loftleiði - skýli Íslandsflugs ) Flugmódel þeirra félaga verða til sýnis ásamt nokkrum íslenskum módelum. Steve verður með stutta kynningu á sínum ferli og sýnir módelin, en svarar síðan fyrirspurnum félagsmanna.
Þeir sem ekki hafa haft tækifæri til að styrkja Hollandssöfnunina geta gert það við innganginn. ( því miður ekki kort )
Sjáumst Hollands-samtökin

Vindasöm flughátíð á Melgerðismelum.
Fremur vindasöm flugmodelhátíð var haldin fyrir norðan á Melgerðismelum um helgina og voru þar saman komin um 80 model af öllum stærðum og gerðum en þó stærst hjá þeim félögum Steve Holland og Richard Rawle en þeir létu ekki smá vind á sig fá og flugu eins og herforingjar og horfðu menn dolfallnir á. Kalli flaug þotunni með nýjum þotumótor og vá, þvílíkur kraftur og gekk flugið mjög vel og var modelið valið það athyglisverðasta á sýningunni að mati áhorfenda. Til hamingju með það Kalli. Þeir norðanmenn eiga alveg heiður skilinn fyrir frábært skipulag og æðislega aðstöðu og var grillið á laugardagskvöldið alveg frábært að vanda og engu til sparað á þeim bænum og var mikið stuð um kvöldið og þó að ekki hafi verið hægt að fljúga mikið um daginn held ég að menn séu sammála um það að þessi flugmodelhátíð hafi tekist með miklum ágætum og að allir hafi komið heim ánægðir.

Fleiri myndir er að finna hér

Glæsileg uppákoma í Smáralind um helgina 26.-27. júlí
Með þriggja daga fyrirvara tóks að safna saman um 50 flugmódelum til að hengja upp til sýnis í Smáralind, en þar var uppákoma helgina 26.-27. júlí s.l. í tilefni 100 ára flugs. Pétur Hjálmarsson formaður Þyts og aðrir í stjórn tóku á þessu máli með myndarbrag og gerðu þessa uppákomu ógleymanlega fyrir þá sem komu á staðinn. Það kom mörgum á óvart hversu stór flugmódelin eru orðin og mikið til af vélum, en talið er að ekki hafi komið á staðinn (þrátt fyrir þennan mikla fjölda) um 30% af þeim vélum sem eru til í félaginu. Pétur Hjálmarsson var vakandi og sofandi yfir þessu verkefni og það hefði ekki tekist að gera þetta jafn stórkostlegt og raun bar vitni nema fyrir hans framlag og fleiri s.s. Dagbjartar og Erlings. Við erum vel staddir að eiga slíka aðila að til að halda utanum verkefni á vegum félagsins.

Lisflugsmóti II haldið að Hamranesi í fallegu veðri og vindi
Listflugsmót II var haldið á Hamranesi laugardaginn 26. júlí kl. 10:00. Mótsstjóri var Guðmundur G. Kristinsson og dómarar Pétur Hjálmarsson, Birgir Sigurðsson og Guðmundur Geirmundsson. Keppendur voru fjórir og flogið var eftir Standard flokki í þremur umferðum. Gefin eru mismunandi mörg stig fyrir hverja æfingu eftir því hversu erfið hún er. Síðan eru tvær hærri umferðirnar lagðar saman til að fá endanlegan stigafjölda. Úrslit urðu þannig:

1. umferð 2. umferð 3. umferð Úrslit
Stefán Sæmundsson    5273 5202 10475
Jón  V. Pétursson   5163 5139 10302
Guðmundur B. Ívarsson   5135 4958 10093
Guðni Sigurjónsson 4514 4636   9150

 

Lisflugsmóti á Hamranesi frestað aftur til laugardagsins 26. júlí kl. 10:00
Listflugsmót II sem átti að vera 16. júlí var frestað til 23. júlí og er aftur frestað til laugardagsins 26. júlí kl. 10:00 vegna veðurs. Keppt verður á Hamranesflugvelli  í Standard flokki og hægt að nálgast listflugskerfið með því að smella hér.

Það vantar módel í Smáralind um helgina!!!!!!
Jæja félagar!!!!!!!  Það var verið að hafa samband við stjórnina og við beðnir um að redda um 50 eða fleiri módelum til að hengja upp í Smáralind um helgina í tilefni 100ára afmæli flugsins. Við sögðum að þetta væri stuttur fyrirvari þar sem vélarnar þurfa að vera komnar á staðinn á fimmtudaginn, en þá var okkur boðið 60000 krónur sem er mjög gott í Steve Holland sjóðinn. Vélarnar verða settar upp á seinnipart fimmtudags og fram á kvöld og verða fram á seinnipart sunnudags. Það eru engin takmörk um hvernig vélar þetta eiga að vera og því mælt með að menn sýni sem mest úrval af vélum (ekki bara gullmolana). Einnig vantar menn til að gæta vélanna og jafnvel að kynna félagið þannig að ef einhverjir hafa tíma (við erum að tala um ca. 4 tíma á mann þ.e. fyrri og seinni part úr degi) og einnig hjálp við að hengja vélarnar upp á fimmtudagskvöldið. Ef ykkur vantar bíl til að flytja vélar getum við reddað því. Endilega takið vel í þetta og látið okkur vita. Bjartur 6953629 6g Pétur 8971007

Gamlir og nýir félagar á fullu
Það var gaman að sjá Lárus Jónsson koma aftur á völlinn eftir margra ára hlé. Hann mætti með þessa gullfallegu Extru sem flaug eins og draumur. Á sama tíma var einn af okkar nýrri félögum og núverandi stjórnarmaður, Guðbjartur mættur með fallega litla tvíþekju. Ekki verður mikið sagt hér um fyrstu flugferðina annað en að hún var skrautleg. Vélin kom niður aftur og meira segja í heilu lagi. Birgir hefur nánst haldið til á Hamranesi síðan hann fékk stóra Edgeinn sinn. Einnig var einn harðasti svifflugmaðurinn okkar mættur enn einu sinni með rafmagnssviffluguna sína.

Lisflugsmóti á Hamranesi frestað til miðvikudagsins 23. júlí kl. 19:00
Listflugsmót II átti að vera á dagskrá á Hamranesi þann 16. júlí. Tekin var ákvörðun af mótsnefnd að fresta mótinu um eina viku þar sem of fáir keppendur mættu til keppni. Listflugskeppni II verður því næsta miðvikudag þann 23. júlí kl. 19:00 á Hamranesi. Ef veður hamlar keppni frestast hún um einn dag í senn þar til hægt verður að halda hana. Keppt verður í Standard flokki og hægt að nálgast listflugskerfið með því að smella hér.

Þyrlur, listflug og 200 mílna hraðflug
Nokkrir af okkar hörðustu flugmönnum mættu á völlinn sunnudaginn 13. júlí og létu ekki smá rigningu á sig fá. Menn spáðu mikið í stillingar og uppsetningar á þyrlum og upphófust miklar umræður um það efni sem var mjög fróðlegt og skemmtilegt. Það var sannkölluð flughátíð á Hamranes flugvelli mánudaginn 14. júlí,  frábært veður og mjög margir að fljúga. Steini flaug Sukhoi í fyrsta sinn og gekk bara nokkuð vel fyrir utan að mótorinn var að stríða honum. Þessi vél lofar góðu í listflugs flóruna og er falleg og flaug vel, til hamingju Steini. Jóhann flaug Magnum en "krassaði" henni í lopassi yfir flugbrautina á ca. 200 mílna hraða og dreifðist brakið yfir langt svæði. Jóhann var bara brattur og ætlar að laga hana aftur.

Nýja vélin hans Bigga flaug eins og draumur
Biggi mætti með gullmolann sinn Edge540T í 33% stærð á Hamranes þann 4. júlí s.l. Það var eins og þjóðhátíð á Hamranesi, en á svæðinu voru um 25-30 manns til að sjá þessa stórkostlegu listflugvél fara í sitt fyrsta flug. Sérlegur aðstðarflugmaður Friðrik Ottesen fór yfir stýringuna og leiðbeindi um hvernig hinar mismunandi uppsetningar virkuðu (hugbúnaðurinn í uppsetningunni kom að utan og var settur inn í stýringuna hér heima). Hljóðið í mótornum var miklu líkara því að vera eins og í alvöru flugvél, en í módeli. Flugtakið var mjúkt og vélin flaug eins og draumur, þráðbeint og virtist vera með óendanlegt afl á mótor. Aðflugið var þráðbeint, aðflugshallinn alltaf sá sami og lendingin var þriggja punkta. Hreyfingar á hallastýrum eru næstum 45 gráður, en Biggi stefnir að því að stækka hallastýrin, því hann vill hafa meiri veltuhraða en er í vélinni í dag.

Listflugsmót kl. 19:00 miðvikudaginn 16. júlí á Hamranesi
Listflugsmót II á árinu 2003 verður haldið á Hamranesi miðvikudaginn 16. júlí kl. 19:00. Flogið verður eftir Sportsman kerfinu sem hægt er að ná í með því að smella hér. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur G. Kristinsson í síma 8931701.

Flugdagur á Akranesi
Hér að neðan eru nokkrar myndir frá flugdeginum á Akranesi en nokkrir félagasmenn Þyts fóru þangað og skemmtu sér bara vel þrátt fyrir að veðrið hefði mátt vera betra. Gott veður var um morguninn en byrjaði svo að hvessa og rigna er líða tók á daginn. Nýbúið var að slá grasið og var þetta hinn ágætasti flugvöllur og mætti alveg fjölmenna þarna aftur við tækifæri. Við þökkum flugmodelklúbbnum á Akranesi fyrir góðan dag.

Fjör á Hamranesi föstudaginn 4. júlí
Það mættu margir að fljúga í góða veðrinu sem var á Hamranesi föstudaginn 4. júlí. Skjöldur mætti með stóra Piperinn, PT19 og nýja gullmolann Stukuna. Þarna var Guðmundur með þyrluna sína, Guðni með Svallow, Biggi með fyrsta flug á Edge 540T vélinni sinni stóru (sér frétt um hana annarstaðar) og Ágúst með Super Stearman tvíþekju. Hér að neðan eru nokkrar myndir sem sýna hluta af því sem var í gangi á vellinum.

 

Flugdeginum frestað vegna veðurs til 16. ágúst
Það voru mikil vonbrigði þegar í ljós kom að fresta yrði áætlaðum flugdegi Þyts sem átti að vera sunnudaginn 6. júní. Búið var að færa hann frá laugardegi yfir á sunnudag vegna slæmrar veðurspár.  Búið var að leggja mikla vinnu í undirbúning og m.a. mættu tvær sjónvarpsstöðvar á staðinn á sunnudagsmorgninum. Fréttatilkynningar höfðu verið sendar í dagblöð og fjöldi manns mætti að morgni sunnudagsins á staðinn. Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta flugdeginum til laugardagsins 16. ágúst, en þá verður breski módelmaðurinn Steve Holland líklega í heimsókn hjá módelmönnum á Íslandi og mun vafalaust setja svip á daginn.

Úrslit í Kríumóti 2003
Kríumótið F3B var haldið á Höskuldarvöllum 17.maí 2003. Vindur var sunnan 4-6 m/sek. Mótið tókst vel og hér að neðan má sjá úrslitin og stig hvers þátttakanda. Einnig er hægt að skoða myndir ef smellt er hér.

Tímaflug   Hraðaflug
Nafn Tími Stig Lend  Stig Stig  Hl Stig   Tími Hl stig Sam stig
Böðvar Guðmundsson 7,00 420 6,16 70 490 1000   24,5 1000 2000
Guðjón Halldórsson 3,21 201 7,8 65 266 543   44,76 547 1090
Steinþór Agnarsson 3,11 191 6,77 70 261 533   48,38 506 1039
Frímann Frímannsson 3,45 225 2,68 90 315 643   33,88 723 1366
Stefán Sæmundsson 2,20 140 0 0 140 286   33,5 731 1017
                     
Böðvar Guðmundsson 2 420 6,8 70 490 996   32,28 1000 1996
Guðjón Halldórsson 7,16 404 4,09 80 484 984   33 978 1962
Steinþór Agnarsson 6,44 404 5,7 75 479 974   0 0 974
Frímann Frímannsson 6,42 402 2,1 90 492 1000   0 0 1000
Stefán Sæmundsson 2,04 124 4,7 80 204 415   33,47 964 1383
                     
Böðvar Guðmundsson 3,21 201 0 0 201 555   21,28 1000 1555
Guðjón Halldórsson 3,02 182 2,4 90 272 751   32,25 660 1411
Steinþór Agnarsson 5,02 302 8,13 60 362 1000   42,19 504 1504
Frímann Frímannsson 3,2 200 0 0 200 552   36,43 584 1136
Stefán Sæmundsson 2,2 140 0 0 140 387   29,42 723 1110
                     
Böðvar Guðmundsson 2,45 165 7 70 235 734   30 997 1731
Guðjón Halldórsson 3,33 213 11,4 45 258 806   36,12 828 1634
Steinþór Agnarsson 2,35 155 8,8 60 215 672   0 0 672
Frímann Frímannsson 3,4 220 0,96 100 320 1000   37,39 800 1800
Stefán Sæmundsson 2,3 150 0 0 150 469   29,9 1000 1469
                   
Úrslit            
Nafn Stig              
[1] Böðvar Guðmundsson 7282              
[2] Guðjón Halldórsson 6097              
[3] Frímann Frímannsson 5302              
[4] Stefán Sæmundsson 4979              
[5] Steinþór Agnarsson 4189              

Veðurkort fyrir 6. júlí

Stóri "Flugmódeldagurinn" færist yfir á sunnudag.
Eftir veðurspá á miðvikudag var ljóst að spáð er rigningu á laugardag, en betra veðri spáð á sunnudag. Vegna þessa verður stóri "Flugmódeldagurinn" fluttur yfir á sunnudag (6. júlí) og dagskráin verður óbreytt frá laugardeginum.

Sláttudagur á Hamranesi
Sláttudagur var á Hamranesflugvelli 27/6 2003 og sá Árni Jóhannesson um það verk. Þökk sé honum Hann fékk lánað sláttutæki hjá Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar (gegn vægu gjaldi). Hann kom akandi á tækinu frá Ártúnshöfða og á Hamranes. Í þetta fóru 7 1/2 vinnutími hjá Árna. Hann gefur þessa vinnu til okkar og vil ég þakka honum hér með, fyrir hönd félagsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Árni gefur slíka vinnu. Fúavörn var borin á glugga og hurðir að innan 27/6 og 28/6. Handrið, tröppur og hurðir að utan. Veröndina var ekki hægt að klára alveg vegna regns, sem öllum að óvörum, hrundi yfir meðan á verkinu stóð. Slá þarf grasið á garðflötinni við austurhlið hússins núna í vikunni. Formaður verður sjálfur með í vinnunni á stðnum þegar að því kemur. Eru einhverir sem gætu boðið sig fram til vinnu,með mér eitthvert kvöldið ( ca:1 tími ef 6 menn mæta.) ? Vinsamlegast hafið samband í 897-1007 eða rafogdyr@internet.is.

Það er oft fjör á vellinum!!!.
Hér að neðan er mynd af CAP 232 sem Bjarni var að prufu fljúga, svakalega falleg vél og virtist fljúga mjög vel. Í miðju flugi missti hann annað hjólið undan, en Steini náði að lenda mjög vel og sá ekkert á vélinni eftir þetta flug. Svo kom að því að litli Cap 232 sem er búinn að þjóna mér (Guðbjarti) og Lofti vel fór í jörðina en ekki er vitað allmennilega um orsökina en við höldum að það hafi komið truflun en erum ekki vissir. Báðir flugmenn lifðu af. Einnig fylgir hér með mynd af vélinni hans Kalla.

Heimsókn í skúrinn hjá formanninum.
Guðbjartur og Erling heimsóttu Pétur Hjálmarsson formann Þyts og grúskuðu þar í hillum, skúffum og undir borðum. Þar kom ýmislegt í ljós og m.a. að formaðurinn er að halda framhjá okkar loftfræðilega sporti með því að sigla fjarstýrðum "bátum". Þetta málefni verður tekið fyrir alvarlega á næsta félagsfundi. Hér að neðan fylgja nokkrar myndir sem staðfesta framhjáhaldið, en honum til málsbótar eru hér einnig nokkrar myndir af loftfræðilegum hlutum sem flestir kalla flugvélar.

Gullmolinn hans Bigga (Edge 540) kominn til landsins.
Miðvikudaginn 2. júlí rann upp sá dagur þegar til landsins kom Edge 540T sem Guðmundur Birgir Ívarsson hafði keypt frá Bandaríkjunum. Þetta er 33% stærð af vél með BME 102 cc tveggja stimpla mótor. Myndirnar hér að neða sýna þegar gripurinn kom í hús og sérlegur fréttamaður Þytssíðunnar Guðmundur G. Kristinsson mætti á staðinn. Það er óhætt að segja að þessi flugvél er sú stærsta og best búna sem sést hefur hér á landi. Hún var sett upp og prufuflogið af Jason Shulman sem hefur margoft keppt í TOC og náð þar góðum árangri. Í vélinni eru allt að 15 kg servó og sérstakur tölvubúnaður sem sér um rafhlöðunotkun. Hún er búin reykkerfi og notar spaða sem er 26x10 að stærð. Vænghafið er 265 cm og lengdin er 240 cm.

Það vantar mann í yfirumsjón með sendagæslu 5 júlí.
Það væri þægilegt ef hann hefði með sér annan aðila sem gæti leyst hann af (til að báðir komist að fljúga og fá sér kaffi) . Formið er að hafa gömlu góðu þvottaklemmurnar sem eru settar á loftnetsstöngina með þeirri tíðni sem viðkomandi flugmaður er á, eins og gert hefur verið hingað til. Akureyringar eru með þetta fyrirkomulag á ágústmótinu sínu. Skanninn okkar verður á staðnum og gæslumaður fær kennslu í notkun hans, ef þarf. Í von um góðar undirtektir. Svar sendist á rafogdyr@internet.is Kveðja. Pétur Hjálmarsson formaður

Stóri - flugmódeldagurinn verður 5. júlí á Hamranesi
Flugmódel.com verða með sölubílinn á sýningarsvæðinu. Búið er að bjóða Tómstundahúsinu að koma á svæðið ef þau vilja. "Varadagur er 6 júlí". Gestaflugmenn ætla að koma frá Smástund á Selfossi og Sverrir í Keflavík er að tala við sína menn. Kjartann á Akureyri er að smala í ferðina suður og Akranesmenn koma. Erling er að útvega peningastyrk . Undirritaður sér um hljóðkerfið og kynningar. Kannski koma fleyri að því máli. Árni Jóhannesson er að setja saman tónlist og hljóðblöndur á MP3 disk og tölvustýrðar skrár með tónlist. Fundað verður í stjórninni í kvöld vegna " KAFFI-TJALDSINS " sem setja þarf upp og tengdra hluta. Guðbjartur og Jón Erlends verða með yfirstjórn þeirra mála á sýningunni. Fundað verður um hliðgæslu, sendagæslu ( skanni ), vélagæslu ( ljósavél ), auglýsingar og fl. mál á fundinum. Ég læt ykkur vita um niðurstöður fundarins. Ég óska eftir sjáfboðaliðum til vinnu og til undirbúnings með okkur í mótsnefnd. Nú er að treysta á, að við stöndum okkur . Allt kapp verður lagt á tímasetningar eins og frekast er unnt.

Kveðja, Pétur formaður.

Mæting  á svæðið er kl: 9.20 þá er FUNDUR með öllum.

1. kl: 10.00 þyrlur               2. kl: 11.00 listflug                                     3. kl: 12.00 WW 1                                 4. kl: 12.30 Piper Cub    
5. kl: 13.00 svifflug             6. kl: 13.30 þyrlur endurtekið stytt.             7. kl: 14.00 listflug endurtekið stytt          8. kl: 15.00 WW 2
9. kl: 15.30 kennsluvélar    10 kl. 16.00 Piper Cub endurtekið stytt     11 kl: 16.30 WW 1 og WW 2 endurtekið stytt

Kl : 17.00 er flugi hætt. Á milli tímasettra atriða er frjálst flug líkt og á ágústmótinu á Akureyri. Dómnefnd merkir flugmódel fyrir val á "Módeli ársins". Þytsmennn kjósa.

Íslandsmót í svifflugi verður um næstu helgi
Íslandsmeistara mót í mótelsvifflugi verður haldið um næstu helgi.  Laugardaginn 28 júní verður haldin hástarts keppni F3B og fer fram á flugvellinum við Gunnarsholt  (ekki langt frá Hellu) og  á  sunnudeginum verður hangflugskeppni  F3F. Þá koma nokkrir keppnisstaðir til greina eftir því hvaðan vindurinn blæs; t.d. ef það er hægviðri, en hlýtt kemur gjarnan hafgola seinnihluta dags og stendur beint á Hvolsfjalli við Hvolsvöll, en ef SA átt nær sér upp stendur vindurinn beint á Kambana og ef það fer að blása úr norðrinu eins og sumar veðurspár gera ráð fyrir verður keppnin haldin í Draugahlíðum við litlu Kaffistofuna. Þeir sem taka þátt í mótinu hafa gjarnan farið af stað á föstudagskvöldi og tjaldað á flugvellinum við Gunnarsholt og sofið þar tvær nætur á meðan keppnin stendur. Það hefur ávalt verið mjög skemmtilegt, við höfum grillað á kvöldin og gert okkur glaðan dag, allir áhugamenn um fjarstýrð flugmódel eru velkomnir og geta tjaldað með okkur eða komið á laugardaginn og fylgst með keppnini sem hefst kl. 10.

Lendingarkeppni var haldin á Hamranesi þann 19. júní
Þann 19. júní fór fram lendingarkeppni og í því tilefni var flaggað við Hamranesflugvöll, grasið umhverfis flugbrautir slegið og graskantar við flugbrautir þjappaðir slétt við malbikið. Vindáttin var að sveiflaðis milli flugbrauta 6g því þurfti að merkja tvær flugbrautir með krít þar sem flest stig fást fyrir að lenda á miðjan seprann. Í keppnini sjálfri var vindur nokkuð stífur en missterkur 6 til 9 metrar á sek. og vindáttin aðeins breytileg og nokkuð á hlið á braut sem gerði keppnina erfiðari og bara skemmtilegri, en þegar vindur er minni og beint á brautarstefnu. Keppnin var mjög spennandi og jöfn og réðust úrslit ekki fyrr en undir lokin.  Í fyrsta sæti varð Böðvar Guðmundsson með 7.800 stig,  í öðru sæti varð Pétur Hjálmarsson með 7.300 stig,  í þriðja sæti varð Guðni Sigurjónsson með 6.800 stig og í fjórða sæti varð Guðmundur Birgir Ívarsson með 3.100, Mótsstjóri var Böðvar Guðmundsson, dómari Stefán Sæmundsson og meðdómari Pétur Hjálmarss6n.

Fyrsta listflugskeppni ársins á Hamranesi tókst vel
Miðvikudaginn 18. júní var haldin fyrsta listflugskeppni ársins og tóks vel til í framkvæmd hennar. Gera varð hlé á framkvæmdinni um tíma vegna rigningar, en það tókst að klára þrár umferðir hjá öllum keppendum. Á meðan rigningin stóð yfir bauð Stefán Sæmundsson upp á pylsur og gos. Stefán sá um að setja upp listflugsferilinn sem flogið var eftir (Sportsman 2003) og voru allir þátttakendur ánægðir með hann. Gert er ráð fyrir að í næstu keppni verði bætt við öðru og erfiðara listflugsferli. Úrslit urðu þannig að Guðmundur Birgir Ívarsson (Biggi) fékk flest sig eða 8545, Stefán Sæmundsson varð í öðru sæti með 8161 stig og Guðni Sigurjónsson í þriðja sæti með 7546 stig. Dómarar voru Erling, Skjöldur Sigurðsson og Pétur Hjálmarsson.

Frábært listflugsnámskeið - seinni hlutinn er næsta fimmtudag
Fimmtudaginn 5. júní var fyrri hluti listflugsnámskeiðs haldinn í Garðaskóla og tóks það með miklum ágætum. Meirihluti þátttakenda var frá Selfossi og er það örugglega til merkis um það hversu mikið líf er í starfseminni þar. Mikið kom þarna fram af góðum upplýsingum varðandi val á listflugvél og búnaði, hvernig stýrivélar og móttaka best er að nota, hvernig á að standa að smíði og eða samsetningu listflugmódela og síðast en ekki síst stilling á stöðu mótors og vængs til að ná fram sem bestum flugeiginleikum. Næsti hluti verður fimmtudaginn 12. júní kl. 20:00 á sama stað og er öllum áhugasömum aðilum um listflug bent á að missa ekki af þessu frábæra námskeiði.

Listflugsnámskeiðin verða 5. og 12. júní í Garðaskóla
Listflugsnámskeið Módelfluglistar verða í Garðaskóla í Garðabæ 1. og 2. fimmtudag í júní (5. og 12. júní) kl. 20:00. Til að sjá dagskrá fyrir þessa tvo daga (smelltu á mig).Rétt er að geta þess að listflugskeppni sem á að vera á dagskrá miðvikudaginn 4. júní er frestað til 18. júní.

Fluglist verður með listflugsnámskeið á tveimur kvöldum
Hinn nýstofnaði listflugsklúbbur  Módelfluglist mun standa fyrir bóklegu listflugsnámskeiði 29. maí og 5. júní kl. 20:00. Staðsetning hefur enn ekki verið ákveðin og verður kynnt síðar. Þar verður farið yfir alla þætti í almennu módellistflugi (val á listflugmódeli
val á mótor og sendi, móttakara og servo, val á búnaði við samsetningu, vinnu við smíði, samsetningu, klæðningu og málun, stillingu á þyngdarmiðju, stillingar á fjarstýringu, fyrsta flug, jafnvægisstillingu á flugi, flugeðlisfræði í hnotskurn, grunntákn listflugs - Aresti, listflugsæfingar og flugkassa, notkun á hliðarstýri (hliðarvindur) og okkur góð ráð. Leiðbeinendur og umsjónaraðilar verða líklega Björgúlfur Þorsteinsson, Jón Pétursson, Stefán Sæmundsson, Guðmundur B. Ívarsson og Guðmundur G. Kristinsson. Þetta verður örugglega mikils virði fyrir þá sem hafa áhuga á listflugi og er öllum áhugasömum aðilum á þessu sviði ráðlagt að láta þetta ekki framhjá sér fara. Í framhaldinu er stefnt að því að setja inn sérstakan link á heimasíðu félagsins þar sem allir geti nálgast upplýsingar um listflug á breiðu sviði. Einnig er gert ráð fyrir að þar verði hægt að prenta út upplýsingarit um listflug (svipað og er komið á síðuna fyrir byrjendur og kennara í módelflugi). Nánar verður sagt frá þessu máli síðar í mánuðinum.
 

Frábær þyrlufundur á Hamranesi 1. maí
Hér að neðan eru nokkrar myndir frá Þyrlufundinum sem haldinn var á Hamranesi þann 1. maí s.l. og tókst með prýði. Ekki var mikið flogið sökum vinds og kulda, en Steini lét sig hafa það og tók eitt flug bara svona til að sýna að það væri hægt. Ákveðið var að hefja söfnun til að standa undir kostnaði við að fá Steve Holland til Íslands og er ætlunin að hann muni "sýna" okkur hvernig á að fljúga "almennilega" Á fundinum lá frammi bók þar sem menn gátu skrifað sig fyrir 2000 króna peningaframlagi til að standa undir kostnaði við að fá hann hingað og safnaðist nokkuð vel. Þeir sem voru ekki á fundinum, en vilja styrkja þetta frábæra málefni er bent á að tala við Jón gjaldkera eða bara einhvern í stjórninni okkar góðu!!!

 Mikið fjör á vellinum síðustu vikur
Sumarið virðist vera langt á undan áætlun og mikið fjör hefur verið á Hamranesi í aprílmánuði. Heyrst hefur að sumir haldi til þar heilu dagana og vonandi að konan uppgötvi ekki þennan nýja "vinnustað" Hér að neðan er að finna nokkrar myndir sem teknar hafa verið undanfarnar vikur.

Skjöldur er að smíða skemmtilega vél
Við litum við hjá Skildi þar sem hann var að smíða gullfallega B25 vél. Hér að neðan er að finna nokkrar góðar myndir sem segja meira en nokkur orð. Það verður gaman að sjá þennan gullmola þegar smíðinni verður lokið og enn skemmtilegra að sjá þessa fallegu vél fljúga.

Nokkrar gamlar og góðar myndir
Pétur Hjálmarsson formaður átti til nokkrar góðar myndir sem fylgja hér með. Þar má sjá menn og módel frá síðustu áratugum í bland við myndir frá síðasta Piper Cub móti og Melgerðismelum á Akureyri á síðasta ári. Ef einhverjir luma á myndum væri gaman að fá þær sendar á velsmidja@vka.is og verða þær þá birtar hér á fréttasíðunni. Einnig mættu fylgja með gamlar og skemmtilegar sögur, en vitað er að margar slíkar eru til.
Steinþór Agnarsson með Cap 232 á Melgerðismelum Sigurgeir ánægður með 1/5 PT 19 PT19 1/5 frá Akureyri eftir fyrsta flug. PT19 Péturs Hjálmarssonar á Melgerðismelum Piper frá Selfossi á Melgerðismelum X-Streame vél Péturs Hjálmarssonar á Melgerðismelum 1/4 stærð Piper Cub Péturs Hjálmarssonar á Melgerðismelum Jón Pétursson með ME-109 Birgis Sigurðssonar í fyrsta fluginu sínu. Jökull (Skjaldar) og Gljáfaxi (Sturlu) á Hamranesi Extra 300 S Jóns Péturssonar á Melgerðismelum 2002. Guðmundur G. Kristinsson með Lark lisflugvél á Melgerðismelum 2002. Gljáfaxi Sturlu Snorrasonar á Hamranesi 1995 Karl Hamilton með Diabolo 1/3 stærð á Melgerðismelum 2002 Stefán að fljúga fyrir GeorgGeorgsson. Guðmundur G. Kristinsson stendur hjá Georg. Frímann Frímannsson með Piper Cub á Hamranesi 2002 Erling með Midwest Extru 300 S á Melgerðismelum 2002 Hjálmar Péturson að taka í loftið Dornier 228 Dornier 228 smíðaður af Hjálmari Péturssyni DC-3 Skjaldar Sigurðssonar í Mosfellsbæ 2002 Böðvar Guðmundsson með Fokker DR-1 á flugsýningu 1995 Bræðurnir Einar og Jóhannes á flugsýningu 1995 Björgúlfur og Þorsteinn á Corsford 2000 Birgir Sigurðsson í mótorviðgerðum á Melgerðismelum 2002 Avro 504 á Hamranesi. Jakop Jónsson smiður AT-g, Cap 10 og Piper Cub, smiður Skjöldur Sigurðsson Pétur Hjálmarsson formaður (í dag) á vöfflumóti 2000

Frábær þotufundur
Fimmtudaginn 3. apríl var haldinn félagsfundur og var aðalefni fundarins tengt þotum. Pétur Hjálmarsson formaður kynnti þetta óvenjulega og skemmtilega umhverfi með tilþrifum. Hann var með tvær þotur sem báðar eru útbúnar með viftumótorum, en þá er um að ræða venjulega sérútbúna glóðarhausmótora sem eru með viftu í stað spaða. Með þrengingu fyrir aftan þrýstihólf í þotunum, er skapaður sá kraftur sem knýr þoturnar áfram. Hann og Rafn voru báðir með þotuhreyfla sem ganga fyrir steinolíu, en er startað með gasi. Rafn lýsti hvernig þessir þessir þotuhreyflar eru gangsettir, en þeir eru útbúnir sérstökum tölvubúnaði sem stýrir eldsneytisnotkun og með innbyggða startara. Stefán Sæmundsson lýsti því hvernig er að stjórna "alvöru" þotu sem hefur hraðaaukningu upp á 4-6 G. Hann var einnig með þotu sem búin er viftumótor og er þetta fyrsta módelþotan sem flaug hér á landi. Í lok fundarins var sýnd skemmtileg mynd af þotuflugi.

Útsýnisflug á Boeing 747 yfir hálendi Íslands

Sérstaklega til félaga í Flugmódelklúbbnum Þyti: Í tilefni af þessari óvenjulegu flugferð sem hér er kynnt að neðan, fengum við leigða ódýra skrifstofuskonsu í tíu daga (má framlengja í mánuð). Hún er að Garðastræti 2, beint á ská á móti Veitingahúsinu Naustinu. Í glugganum eru þrjú módel frá Þytsfélögum: Spitefire og AT-6 Texan frá Erling auk Corseair-vélar frá Pétri formanni. Þetta kemur rosalega vel út og bílar hægja ferðina á þessum fjölförnu gatnamótum, fótgangandi vegfarendur stoppa fyrir utan gluggann með áðdáunaraugum og koma gjarna inn til að spyrjast fyrir um þessi fallegu módel. Meira að segja tveir franskir ferðamenn um sem komu um helgina og voru sjálfir kollegar ykkar og fannst módel falleg og spurðu mikið um þessa starfsemi hér á landi. Þess má líka geta að sumir halda að hér sé kominn leikfangabúð eða vísir að flugminjasafni. ALLA VEGA ÞETTA ER GLÆSILEGUR GLUGGI og vonandi góð auglýsing fyrir Þytsfélaga.
ViIÐ ÞÖKKUM YKKUR KÆRLEGA FYRIR HJÁLPINA. Droppið við og kíkið í kaffi.
Fyrirfram þakklæti, f.h. Fyrsta flugs félagsins og Flugmálafélagsins: Gunnar Þorsteinsson, Símar 511 3200 - 696 7247

Flugið í heiminum er100 ára í ár. Þessi heimsviðburður helgast af því að Wright-bræður fóru í fyrstu flugferðina árið 1903. Hann átti sér stað í Kitty Hawk í Norður- Karólínufylki í Bandaríkjunum, nánar tiltekið á stað sem heitir Kill Devils Hill - Djöfulsdráphólar. Fyrsta flugs félagið, félag áhugamanna um flugmál, mun minnast aldarafmælis flugafreks Wright-bræðra með margvíslegum hætti á þessu ári. Fyrsti viðburðurinn verður rúmlega klukkutíma langt útsýnisflug á Boeing 747 risaþotu frá Flugfélaginu Atlanta föstudaginn 4. apríl. Brottför er frá Keflavíkurflugvelli kl 17 síðdegis og stefnan tekin á hálendi Íslands þar sem flugið verður lækkað til að farþegar njóti útsýnisins. Flugvélin rúmar 460 farþega, en aðeins verður selt í 330 sæti þannig að sem flestir geti notið þess sem fyrir augu ber. Flugstjóri verður Arngrímur Jóhannson einn af eigendum Flugfélagsins Atlanta og hinn góðkunni flugáhugamaður Ómar Ragnarsson mun lýsa landslaginu. Þá verða fimm trúðar um borð, en þeirra hlutverk verður að létta lund farþega og leika á hljóðfæri. Í ferðalok munu allir þátttakendur fá heiðursskjal til staðfestingar um að hafa verið með í þessari  óvenjulegu ferð á 100 ára flugafmælinu. Það eru Fyrsta flugs félagið og Flugmálafélag Íslands sem standa fyrir fluginu en samstarfsaðilar eru Flugfélagið Atlanta og Vífilfell. Unnt er að panta sæti í ferðina hjá Flugmálafélagi Íslands í síma 511 3200 til kl. 21. Verð fyrir fullorðna er 8.900 en 6.900 fyrir börn.

Tvær fallegar hjá Rafni
Sumar vélar vekja meiri athygli en aðrar. Hér eru myndir af tveimur gullmolum frá Rafni. Önnur er Pitts S1 Þytur og var 1/3 stærð með Zenoha 62 cc bensin mótor. Hann var Shell merktur eins og Pitts Björns Thoroddsen.Byron-módel. Hin var í skala Arngríms B. Jónssonar (Atlanta) hann hét TF-ABJ og var S1S gerð scale 1/3 með Zenoha 62 cc Byron-módel í USA. Þessi var 1/3 stærð við fyrri Pitts Arngríms sem Húnn á Akureyri krassaði í fyrra. S1S Arngríms er nú í endursmíði í Mosfellssveit.

Fjallað um svifflugur á góðum félagsfundi

Félagsfundur var haldinn í Garðaskóla fimmtudaginn 6. mars kl. s.l.. Rafn Thorarensen fjallaði um sína sögu í sviffluginu, en hann var ekki nema 6 ára þegar hann byrjaði. Rafn hefur náð góðum árangri í keppnum erlendis og keppir yfirleitt á Tragi svifflugu. Hann kom með margar góðar sögur og fjallaði m.a. um grundvallaratriði fyrir byrjendur í svifflugi. Hannes Kristinsson fjallðai um viðgerð á tragi svifflugu og sýndi m.a. efnisuppbyggingu á væng sem hefur þróast mikið í gegnum árin. Frímann Frímansson kynnti íslenska hönnun á svifflugu og sagði frá reynslu sinni og fleiri á notkun hennar. Einnig voru sýndar myndir frá íslandsmótum í svifflugi síðustu árin. Í fundarlok var vel klappað fyrir skemmtilegum og góðum fundi.

Félagsfundur  verður fimmtudaginn 6. mars í Garðaskóla kl. 20:00

Félagsfundur verður í Garðaskóla fimmtudaginn 6. mars kl. 20:00. Á dagskrá er m.a. svifflug sem Frímann  Frímannsson, Hannes Kristinsson, Rafn Thorarensen og Böðvar Guðmundsson sjá um, mótaskrá og fleira.

7 mars 2003 verður Flugmálafélag Íslands með flugFISKAkvöld sem kemur í stað hinna margþreyttu þorrablóta

Nk. föstudagskvöld, þann 7 mars 2003, verður Flugmálafélag Íslands með það sem kallast flugFISKAkvöld og kemur í stað hinna margþreyttu þorrablóta. Hér er sem sé algjör nýjung á ferð!!! Á flugFISKAkvöldinu verður boðið uppá fiskréttahlaðborð frá helstu tískukokkunum á þessu sviði en þeir sjá m.a. um hið annálaða fiskborð í verslunum Hagkaupa og hafa verið með matreiðsluþátt á Skjá1. Á boðstólum verða sérvaldir 11 heitir og kaldir réttir í anda Miðjarðarhafslandanna. Þessu verður skolað niður með léttu og sterku víni og bjór á hóflegu verði. Til skemmtunar verður margt og mikið. Farin var sú nýstátlega leið að velja skemmtikrafta sem hafa ekki atvinnu af því að grínast heldur þekkta kappa sem eru annálaðir grínistar og leyna verulega á sér. Þeir hafa flestir flugáhuga á misalvarlegu stigi. Þannig verður Óli Tynes fréttamaður veislustjóri. Ellert B. Schram forseti ÍSÍ og fyrrum ritstjóri DV mun flytja aðalgrínræðuna en auk hans  mun Jóhannes Snorrason fyrrv. yfirflugstjóri Flugleiða og FÍ segja nokkur orð um flugbátatímabilið í flugsögu landsmanna.. Þá munu Örnólfur Thorlacius fyrrverandi rektor Menntaskólans v/Hamrahlíð (+Nýjasta tækni og vísindi) og Þröstur Sigtryggsson fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni væntanlega tæta af sér grínsögur og brandara en þeir eru báðir afar spaugsamir náungar. Þetta mun svo toppa okkar ástsæli Ómars Ragnarsson. Þeir laglausu munu svo fá að njóta sín í fjöldasöng við gítarundirleik. Þetta flugFISKAkvöld verður haldið í Félagsheimili Seltjarnarness. Húsið opnar kl. 19 en borðhald hefst kl. 20 og stendur dagskráin yfir í rúma tvo tíma. Barinn verður opinn til kl. 03 um nóttina. Diskótekið Dísa sér um tónlistarmálin og var skipað að vera með stuðdagskrá fyrir alla aldursflokka og alls ekki ærandi hávaða því mannskapurinn þarf líka að geta spjallað saman. Fólk þarf ekkert að punta sig sérstaklega upp fyrir þetta kvöld því hugsunin er fyrst og fremst sú að eiga saman ánægjulega og afslappaða kvöldstund með allt pjatt og prjál víðsfjarri. Ekkert mál að taka með sér vini og vandamenn meðan húsrúm leyfir. BEST AÐ PANTA MIÐA SEM ALLRA FYRST. Öll herlegheitin kosta aðeins 2.999 krónur - sem er skammarlega lágt verð fyrir svona gott kvöld!!!  Miðapantanir hjá Flugmálafélaginu í símum 696 7247 og 511 3200.

Flugöryggisfundur Flugmálafélagsins verður haldinn þriðjudaginn 25 febrúar kl. 20:00 á Hótel Loftleiðum

Heilir og sælir allir flugmódelmenn!   Flugmálafélag óskar eftir að kynna fyrir ykkur næsta flugöryggisfund sem verður haldinn þriðjudagskvöldið 25 febrúar nk., kl. 20 að Hótel Loftleiðum. Flugöryggisfundirnir eru tvímælalaust áhugaverðir fyrir flugmódelmannskapinn, t.d. þessi því dagskráin er vonandi áhugaverð og fjölbreytt. Sjá nánar alla dagskrána í meðfylgjandi viðhengi. Það er sérstakt ánægjuefni að geta skýrt frá því að aðsókn á flugöryggisfundina hefur stóraukist í vetur en þegar hafa verið haldnir tveir fundir. Á fyrri fundinn mætti 170 manns en 140 á þann síðari (þrátt fyrir handboltaleikinn Íslands-Spánn) Á næsta fund - þennan sem við erum hér og nú að kynna ykkur er reiknað með 200 til 250 flugáhugamönnum en það yrði nýtt aðsóknarmet. Hápunktur kvöldsins verður ítarleg umfjöllun um nýju Cirrus 2ja og 4ra sæta einkaflugvélaranr sem eru algjör bylting á sínu sviði, örugglega sú mesta hvað varðar fjöldaframleiddar smærri flugvélar. Að meðaltali, er Cirrus nú að selja 3 og afhenta 2 flugvélar á dag sem þýðir að markaðshlutdeild fyrirtækisins er um 50% í þessum stærðarflokki véla. Snorri Guðmundsson flugvekrfræðingur, háttsettur starfsmaður Cirrus, mun láta gamminn geysa um þessar nýju og athyglisverðu flugvélar. Annað sem tekið verður til umræðu á flugöryggisfundinum verða þrjá kynningar: Á þjálfunardeild Icelandair, á Svifflugfélagi Íslands og á nýjum flugöryggisnámskeiðum sem Flugmálastjórn er að hleypa af stokkunum. Þá munu flugmennirnir sem á sl. ári voru í 4.000 fetum á TF-ULF er loftskrúfan brotnaði fara yfir allt þetta einstaka flugatvik, þ.m.t.  nýjustu rannsóknarupplýsingar. Að lokum, geta þeirs em vilja endað gott og ánægjulegt kvöld með því að horfa á svokallað flugbíó þar sem sýnt verður nýtt og skemmtilegt myndband um flug.

Háloftakveðjur, f.h. FLUGMÁLAFÉLAGS ÍSLANDS Gunnar Þorsteinsson GSM 696 7247
 

Dagskrá flugöryggisfundar þriðjudaginn 25. febrúar kl. 20:00 Hótel Loftleiðir - Ráðstefnumiðstöð

1. Fjallað um starfsemi flugþjálfunardeildar Icelandair og öryggishugleiðingar fyrir einkaflugið. Haraldur Baldursson, deildarstjóri þjálfunardeildar Icelandair.
2. Einstakt flugatvik: Loftskrúfa á TF-ULF brotnaði í 4.000 feta hæð. Örn Johnson og Jón Karl Snorrason flugmenn.
3. Starf Svifflugfélags Íslands í máli og myndum. Kristján Sveinbjörnsson, formaður Svifflugfélags Íslands.
4. Kynning á nýjum, ókeypis flugöryggisnámskeiðum Flugmálastjórnar Íslands fyrir einkaflugmenn. Ottó Tynes, fyrrv. flugstjóri.
5. Fyrirlestur um Cirrus-einkaflugvélar. Mesta tæknibylting í flokki fjöldaframleiddra einkaflugvéla í hálfa öld.Snorri Guðmundsson, flugverkfræðingur hjá Cirrus Design Corp. í Bandaríkjunum.
6. Flugbíó: Nýtt og skemmtilegt flugmyndband.

 Ókeypis kaffiveitingar í boði Flugmálastjórnar Íslands! - NÝTT! Coke, Stjörnupopp og Prins póló til sölu fyrir bíó.

Öryggisnefnd FÍA,
Flugmálafélag Íslands, Öryggisnefnd FÍA, Flugbjörgunarsveitin, Flugmálastjórn Íslands.
 

Listflugsklúbbur stofnaður og stefnt að því að efla þekkingu og fræðslu í listflugi
Annar fundur ársins var haldinn fimmtudaginn 6. febrúar og var vel mætt. Dagskrárefni var allt tengt listflugi og má þar nefna kynningu á Chip Hyde TOC meistara frá 2002. Sýnt var frá flugi hans með frjálsri aðferð á TOC og viðtal við hann frá sama móti. Guðmundur G. Kristinsson fór yfir þá þætti sem þarf að íhuga þegar verið er að byrja í listflugi og sýndi úr kennslumyndböndum frá Dave Patrick. Stefán Sæmundsson fór yfir skemað í byrjunarflokki lisflugsins í sumar og Guðmundur B. Ívarsson flaug stórkostlegt listflug í flughermi. Í lok fundarins var síðan stofnaður nýr listflugsklúbbur sem fékk nafnið Módellistflug og munu Guðmundur G. Kristinsson, Stefán Sæmundsson og Björgúlfur Þorsteinsson leiða þetta starf til að byrja með. Guðmundur B. Ívarsson mun vera með þeim varðandi uppbyggingu á listflugskennslu í flughermi. Stefán Sæmundsson mætti með Edge 540 lisflugvél með 5 hestafla mótor, en módelið er aðeins 5.5 kg. Það verður gaman að sjá þennan grip í loftinu í sumar.

Annar fundur ársins verður fimmtudaginn 6. febrúar kl. 20:00
Kynning á Chip Hyde, listflugi og stofnun listflugsklúbbs
Annar fundur ársins verður fimmtudaginn 6. febrúar í Garðaskóla kl. 20.00 og þá verður fjallað um listflug. Chip Hyde TOC meistari 2002 verður kynntur, farið í ýmsa punkta frá Dave Patrick, kynning á alþjóðlegum listflugskeppnum, sýnt listflug í flughermi og stofnun og skráning í nýjan listflugsklúbb. Þetta verður fjölbreyttur fundur um allar hliðar á módellistflugi og áhugasamir félagsmenn um þetta málefni eru hvattir til að koma.



Fyrsti fundur ársins vel heppnaður - allt fullt af fallegum módelum
Fyrsti fundur ársins var 10. janúar s.l. og málefnið árleg sýning á nýjum módelum sem eru í smíði. 10 módel voru á staðnum, áhuginn mikill og fundurinn stóð lengi.Þarna mátti finna svifflugur, hervélar, kennsluvélar, listflugvélar og vélar á flotum. Þessi fundur sýnir að mikil gróska virðist vera í félaginu og má þegar fara að hlakka til sumarsins.

Hressir menn í vetrarflugi á Hamranesi
Veðrið í vetur hefur verið undarlegt, oftast vindur og rigning. Það kom samt ekki í veg fyrir að menn fundu daga þar sem hægt var að fljúga. Hér eru nokkrar myndir frá liðnum mánuðum á Hamranesi, en þyrlumenn haf verið sérstaklega duglegir að fljúga. Einnig eru okkar ungu módelmenn (allavega í anda) duglegir að fljúga.