Stjórn:

Guðmundur G. Kristinsson formaður, Böðvar Guðmundsson ritari, Jón Erlendsson gjaldkeri, Steinþór Agnarsson og Jóel Schmith meðstjórnendur.

Samþykktar tillögur á aðalfundi  9. nóvember 2000

Tillaga nr. 1.

Skipað verði í þrjár nýjar starfsnefndir fyrir næsta starfsár, nýliðanefnd, Corsford nefnd og ritnefnd. (Samþ. með öllum atkvæðum nema einu)  

Tillaga nr. 2.

Flugmódelfélagið Þytur taki að sér framkvæmd og umsjón með F3F norðurlandamóti í svifflugi að beiðni Flugmálafélags Íslands í bréfi frá 18. september 2000. Skipuð verði sérstök framkvæmdanefnd til að hafa umsjón með undirbúningi og framkvæmd mótsins. (Samþ. með öllum atkvæðum nema einu)  

Skipun í nefndir fyrir starfsárið 2000-2001:

Hér að neðan er skipuna aðalfundar í nefndir og þeir sem ekki sátu fundinn og vilja endurskoða nefndarsetu geta haft samband við Guðmund G. Kristinsson formann félagsins í síma 89 31701.

Mótanefnd:

 Pétur Hjálmarsson formaður, Birgir Sigurðsson, Björn Svavarsson, Stefán Sæmundsson, Frímann Frímannsson og Hannes S. Kristinsson.

Mótanefnd skipuleggur og hefur yfirumsjón með öllum mótum í módelflugi á vegum félagsins. Undanþegin eru þó mót sem sérstakar nefndir hafa verið skipaðar til að hafa umsjón með.

Flugvallarnefnd:  

Guðmundur Jónsson, Sigurður Hauksson, Jóhannes Jóhannesson og Einar Jóhannesson.

Flugvallarnefnd hefur umsjón með flugvelli og flugstöðvarhúsi félagsins á Hamranesi.

Ritnefnd:

Arnar B. Vignisson formaður, Guðmundur G. Kristinsson, Steven Atherton, Ágúst Bjarnason, Kristján Antonsson og Frímann Örn Frímannson

Ritnefnd hefur umsjón með heimasíðu og útgáfumálum á vegum félagsins.

Nýliðanefnd:    

Skjöldur Sigurðsson, Jóel Schmidt, Reynir Svavarsson, Gunnar Jónsson, Sigurður Júlíusson, Þröstur Gylfason, Pétur Hjálmarsson og Guðmundur G. Kristinsson

Nýliðanefnd hefur umsjón með kennslu á módelflugi, námskeiðahald fyrir nýliða og útgáfu gagna vegna kennslu nýliða.

F3F nefnd:

Björgúlfur Þorsteinsson formaður, Böðvar Guðmundsson, Rafn Thorarinsen, Frímann Frímannsson, Hannes Kristinsson, Steinþór Agnarsson, Jón V. Pétursson og Ágúst Bjarnason.

F3F nefnd hefur umsjón með framkvæmd F3F Norðurlandamóti í hangi á módelsvifflugum árið 2001.

Corsford nefnd:

 Björgúlfur Þorsteinsson formaður, Skjöldur Sigurðsson, Steven Atherton og Jón V. Pétursson  

Corsford nefndin hefur umsjón með undirbúningi og framkvæmd á hópferð á flugsýningu LMA í Corsford á Englandi á árinu 2001.